Skaðabótalög

Mánudaginn 18. mars 1996, kl. 16:33:01 (4002)

1996-03-18 16:33:01# 120. lþ. 109.8 fundur 399. mál: #A skaðabótalög# (margföldunarstuðull o.fl.) frv. 42/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[16:33]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er 1. umr. málsins þannig að ég tel einboðið að þetta mál hljóti að fara til nefndar á nýjan leik í ljósi þeirrar umræðu sem hér fer fram þótt málið sé flutt af nefnd, þetta er þannig mál. Ég benti á að ég teldi eðlilegt að hv. allshn. tæki til meðferðar bæði þær brtt. sem við hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir flytjum hér og þá ábendingu sem komið hefur fram frá mér og hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um að þessi lagabreyting sé gerð í trausti þess að þarna verði ekki um hækkanir að ræða. Þá er tvennt til. Annað er það að Samband íslenskra tryggingafélaga gefi yfirlýsingu um að það muni ekki hækka í tilefni af þessu. Eða þá hitt að Alþingi samþykki lög þess efnis að það sé óheimilt að hækka út á þessar breytingar.