Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 12:41:17 (4160)

1996-03-21 12:41:17# 120. lþ. 113.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur

[12:41]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil að fram komi að af hálfu samtaka launafólks hefur aldrei verið hafnað að vinna þetta mál til enda. Því hefur hins vegar verið hafnað að þetta mál yrði unnið til enda á forsendum Vinnuveitendasambandsins og það er það sem hefur verið gert. Eins og ég hef bent á hér er það lagafrv. sem nú er verið að reyna að keyra í gegn byggt á þeim fyrirvörum sem fulltrúar samtaka launafólks settu inn í þá áfangaskýrslu sem hæstv. félmrh. segir að sé í meginatriðum grundvöllur þessa lagafrv. Á þetta vil ég leggja áherslu.