Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 22. mars 1996, kl. 16:05:02 (4388)

1996-03-22 16:05:02# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[16:05]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ábendingu hv. þm. Sighvats Björgvinssonar. Hafi eini tilgangurinn verið sá að flýta fyrir sameiningu félagshyggjuflokkanna og launþegahreyfingarinnar hefur það tekist. En auðvitað telst Framsfl. ekki lengur til félagshyggjuflokka. Hafi hæstv. ráðherra haft þetta eitt í huga er óhætt að draga öll frumvörpin til baka, hér og nú.