1996-03-23 02:17:34# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[26:17]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Nú hefur fundur staðið hér lengi dags, frá því kl. 10.30 í morgun og nú er klukkan orðin meira en stundarfjórðung yfir tvö að nóttu. Umræðum er lokið, stjórnarandstaðan hefur gert sitt til þess að greiða fyrir málefnalegri umræðu, en þá gerist það skyndilega að hér er búið að fresta fundi tvívegis vegna þess að það skortir lið stjórnarinnar til atkvæðagreiðslu. Ég spyr, herra forseti: Er það vegna þess að það er ekki nægilegt fylgi innan stjórnarliðsins við það frv. sem við erum að ræða hér? Er það skýringin? Kannski gætu hæstv. forseti eða hæstv. félmrh. svarað því.