1996-03-23 02:22:09# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[26:22]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. 4. þm. Reykv. að ég hljóp í skarðið til að sinna mikilvægum embættisverkum fyrr í kvöld fyrir hann og situr síst á honum að nudda mér upp úr því í ræðustól. Ég kom hins vegar aftur snemma kvölds og hef talað tvisvar síðan og gegnt mínum þingskyldum þannig að ég satt að segja kann ekki við að mér sé nuddað upp úr því að hafa ekki setið hér sæmilega vel. Ég efast um að margir aðrir hafi gert það mikið betur.

Hitt er ljóst að stjórnarliðið heldur illa utan um sitt lið og getur ekki gengið til atkvæða þegar umræðu er lokið og það er náttúrlega með endemum og eins og háðsmerki á allri þessari umræðu og stjórnarliðinu til skammar. Og fer vel á því að þessi umræða af hálfu stjórnarliðsins endi með þeim endemum sem nú liggja hér fyrir.