1996-03-23 02:26:56# 120. lþ. 114.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GHH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur

[26:26]

Geir H. Haarde (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil bara vekja athygli á því svo að það fari ekki fram hjá neinum að hér voru umræður fyrir stundu um mætingu í þingsal, hverjir væru hér og hverjir væru hér ekki. Stjórnarandstaðan hefur nú sýnt í verki ást sína á lýðræðislegum vinnubrögðum með því að ganga út úr þingsalnum. (Gripið fram í: Ekki Ögmundur.) Það segir meira heldur en mörg orð. Það er að vísu einn þingmaður inni og ég fagna því að hann skuli vera hér og ætli að taka þátt í því að greiða fyrir að þetta mál fái þinglega meðferð vegna þess að það að vísa máli á milli umræðna, frá 1. til 2. umr. og til þingnefndar er ekki annað en spurning um að mál fái þinglega afgreiðslu og meðferð í þinginu.