Vörugjald

Fimmtudaginn 11. apríl 1996, kl. 19:42:25 (4601)

1996-04-11 19:42:25# 120. lþ. 116.9 fundur 445. mál: #A vörugjald# (magngjald o.fl.) frv. 89/1996, 444. mál: #A virðisaukaskattur# (vinna við íbúðarhúsnæði) frv. 86/1996, fjmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[19:42]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er eðlilegt að á svo löngum degi sem þessum gerist menn gleymnir. Ég vil minna hv. þm. sem var að ljúka máli sínu að við umfjöllun á málinu, þ.e. tekju- og eignarskatti, varði hann hluta af ræðutíma sínum til að tala við hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur. (ÖS: Hún var sótt að minni ósk.) Hún var hér í salnum og er formaður þingflokks Framsfl. (ÖS: Hún var sótt að minni ósk.) Það stenst a.m.k. ekki að enginn hafi verið hér við umræðuna. (ÖS: Í upphafi umræðunnar. ) Það er kannski rétt að færa til bókar að hv. þm. kallar hér að hann hafi átt við upphaf umræðunnar. (ÖS: Ég sagði það.) (Fjmrh.: Jæja, fyrirgefðu.)