Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. apríl 1996, kl. 16:18:46 (4650)

1996-04-12 16:18:46# 120. lþ. 117.11 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:18]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þessi umræða fer örugglega að tæmast bráðum. Það voru aðilar, smábátar, að stunda fiskveiðar með krók. Löggjafinn leyfði að inn í þennan hóp kæmi mjög mikill fjöldi og sannarlega hefur sá fjöldi þrengt lífsrými þeirra meira en annarra, það er staðreyndin, þannig að þetta sem löggjafinn ber ábyrgð á að við vorum að stækka flotann hefur sannarlega ekki komið síður þá en aðra. Það er mergurinn málsins.