Schengen-samstarfið

Mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 17:37:51 (4742)

1996-04-15 17:37:51# 120. lþ. 118.10 fundur 477. mál: #A Schengen-samstarfið# skýrsl, GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[17:37]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Út af orðum hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar tek ég fram að ég tel það ekki stórmál í sjálfu sér að þurfa að draga upp vegabréf til að sýna á landamærum. Engu að síður held ég að það sé nokkurt mál fyrir þjóðarstolt Íslendinga að geta gengið um landamæri Evrópu án þess að standa þar í löngum biðröðum og bíða eftir að vera afgreiddir. Við erum eftir allt saman Evrópubúar og viljum vera meðhöndlaðir eins og frændur okkar í nálægum ríkjum og það held ég að skipti kannski mestu máli í þessu sambandi.