Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 16. apríl 1996, kl. 17:54:45 (4821)

1996-04-16 17:54:45# 120. lþ. 119.3 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, 422. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# frv. 94/1996, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur

[17:54]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Vegna ummæla hv. þm. vill forseti taka fram að þingmanninum var kunnugt um að hæstv. fjmrh. mundi fara frá um stundarsakir. Hann kemur hingað innan skamms, a.m.k. innan hálftíma. Hvað hitt atriðið varðar þá tekur forseti undir með hv. þm. Hann saknar margra þeirra manna sem sitja í þeirri nefnd sem á að fá málið til meðferðar þó hér séu einstakir menn eigi að síður. Þessi staða var rætt í forsn. á mánudaginn var eftir að hv. þm. Ágúst Einarsson tók hana hér upp. Það er skoðun forsn. að menn í viðkomandi nefndum eigi að sinna umræðunni og vera í þingsalnum.