Viðskiptabankar og sparisjóðir

Mánudaginn 22. apríl 1996, kl. 22:55:56 (5126)

1996-04-22 22:55:56# 120. lþ. 124.13 fundur 232. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (eiginfjárkröfur, innstæðutryggingar o.fl.) frv. 39/1996, JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[22:55]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég lýsti í ræðu minni áðan held ég að efnisleg umræða um þetta mál þjóni ekki neinum jákvæðum tilgangi úr því sem hér er komið sögu. Ég sannfærist ekki af þeim tillögum sem fram komu hjá hv. formanni efh.- og viðskn. áðan. Ég held fast við þau tilmæli mín að við ljúkum þessari umræðu hér og nú og vísum málinu til nefndar. Ég held að það verði einfaldlega affarasælast. Ég árétta að ég vil ekki eiga hlut að því að lengja þessa umræðu. Hins vegar kann það að reynast óhjákvæmilegt ef ekki verður á þessar óskir fallist, sem ég held að styðjist við veigamikil rök.