Skaðabótalög

Miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 15:14:38 (5267)

1996-04-24 15:14:38# 120. lþ. 126.14 fundur 399. mál: #A skaðabótalög# (margföldunarstuðull o.fl.) frv. 42/1996, Frsm. ÁRÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 126. fundur

[15:14]

Frsm. allshn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allshn. sem liggur frammi á þskj. 741. Eins og þar kemur fram fékk nefndin málið til umfjöllunar á milli 1. og 2. umr. og þótt hún hafi flutt málið eftir talsverða umræðu kynnti hún sér þau sjónarmið og rök sem fram komu við 1. umr. um málið og hefur að umræðu lokinni fallist á þau sjónarmið sem þar komu fram og flytur brtt. sem kemur fram á þskj. um að 2. málsl. efnismgr. 3. gr. frv. falli brott og að orðin ,,í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar`` í 3. málsl. 3. gr. falli einnig brott sem eru helstu efnisatriði þeirra tillagna sem fram komu við 1. umr. um málið.

Undir nefndarálitið rita allir nefndarmenn og enginn með fyrirvara, herra forseti.