Mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen

Mánudaginn 29. apríl 1996, kl. 15:18:18 (5294)

1996-04-29 15:18:18# 120. lþ. 127.1 fundur 272#B mál starfsmanna Úthafsafurða hf. í Litáen# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[15:18]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Við verðum að treysta því að réttarfar hjá þessari vinaþjóð sé fullnægjandi og ég sé í sjálfu sér enga ástæðu til annars en ætla að svo sé.

Hitt er svo annað mál að það er mjög óvenjulegt að sendur sé sérstakur aðili til að fylgjast með deilumáli eins og þessu. Það hefur nánast ekki komið fyrir. Þess vegna þótti okkur rétt að tjá stjórnvöldum í Litáen frá því áður en af því varð og það voru engar athugasemdir gerðar við það. En í samskiptum þjóða verðum við að treysta á réttarfarið hvert hjá öðru þó ég ætli ekki að kveða upp neinn úrskurð um það. Ég er í engum færum um það. En ég hef líka hlustað á þá aðila sem þarna eiga hlut að máli og mér er fullljóst að þeir hafa verulegar áhyggjur af framtíð sinni.