Forræðismál Sophiu Hansen

Þriðjudaginn 30. apríl 1996, kl. 13:33:56 (5342)

1996-04-30 13:33:56# 120. lþ. 128.91 fundur 276#B forræðismál Sophiu Hansen# (umræður utan dagskrár), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[13:33]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram utandagskrárumræða. Málshefjandi er hv. 5. þm. Suðurl., Margrét Frímannsdóttir. Hæstv. utanrrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og er hálftíma umræða. Efni umræðunnar er forræðismál Sophiu Hansen.