Grunnskóli

Fimmtudaginn 02. maí 1996, kl. 17:16:40 (5506)

1996-05-02 17:16:40# 120. lþ. 129.14 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur

[17:16]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurning mín er til komin vegna þess að þegar ég fór yfir eignarskrá ríkisins sá ég að í þó nokkrum tilvikum er húsnæði skráð sem skólastjóra- eða kennarabústaðir þótt það sé alls ekki nýtt sem slíkt og hafi jafnvel ekki verið nýtt þannig árum saman. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort það væri a.m.k. ekki rétt að það sem sannanlega hefur verið nýtt sem skólahúsnæði skuli fylgja með. Ég vildi líka gjarnan fá svör varðandi óbyggðar lóðir og landréttindi. Hvað felst nákvæmlega í þessu? Það er ekki útskýring í grg. frv. á þessu. Er þarna verið að tala um dæmi eins og á Laugarvatni, þau landréttindi sem fylgja bæði héraðsskóla og grunnskóla þar? Er þá ekki ætlunin að semja t.d. um landréttindi sem fylgja þessum skólum í framhaldinu?