Sala íslenskra hesta til útlanda

Miðvikudaginn 08. maí 1996, kl. 14:14:45 (5783)

1996-05-08 14:14:45# 120. lþ. 133.3 fundur 495. mál: #A sala íslenskra hesta til útlanda# fsp. (til munnl.) frá landbrh., landbrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur

[14:14]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Aðeins örfá orð. Ég ítreka það út af lokaorðum hv. fyrirspyrjanda að ráðuneytið mun að sjálfsögðu halda áfram að fylgja þessu máli eftir eins og mögulegt er og eins og það er í þess valdi. En það þarf auðvitað að gera það líka í samráði og samstarfi við utanrrn. af því að hér kann að vera um samninga af því tagi að ræða.

Til áréttingar út af því sem fram kom í svari mínu og hv. fyrirspyrjandi nefndi í sínu máli áðan, þá hefur landbrn. ekki sett fram formlegar kröfur, þannig að það komi skýrt fram. Fulltrúar landbrn. hafa hins vegar ítrekað tekið málið upp á fundum með samstarfsaðilum í Noregi. Ég nefndi það að ég hef sjálfur átt fundi um málið með norskum ráðamönnum. Utanrrn. hefur líka unnið að málinu og þar hefur málið verið tekið formlega upp en ekki fengist sú niðurstaða sem við hefðum vænst og kannski vonumst enn til að ná. En áfram verður að sjálfsögðu reynt að vinna í málinu.