Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 13. maí 1996, kl. 23:13:39 (5978)

1996-05-13 23:13:39# 120. lþ. 136.2 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur

[23:13]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er nú varla svaravert. Við erum að ræða hér um háalvarlegt mál sem snýr að réttindum og skyldum opinberra starfsmanna. Hér er til umræðu hver er tilgangur þessa frv. og hvernig er að því staðið. Ég að vekja máls á ákveðnu siðferði, þ.e. hvort stjórnvaldið, í þessu tilviki hæstv. fjmrh., stendur rétt að málum. Stjórnsýslulögin, sem ég er að vitna til, eru einmitt sett til þess að kveða upp úr um svona tilvik, til að setja einhverjar reglur í stjórnsýslunni hvar skilið er á milli einkahagsmuna og almennra hagsmuna. Þetta eru einu lögin eftir því sem mér er kunnugt um sem koma nálægt þessu sviði og það eiga menn að hafa til hliðsjónar hvort sem það erum við á hinu háa Alþingi eða aðrir embættismenn ríkisins. Þetta eru góð lög, það þarf reyndar að kynna þau betur, en þetta eru góð lög sem við eigum öll að taka okkur til fyrirmyndar.