Almannatryggingar

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 14:57:55 (6437)

1996-05-22 14:57:55# 120. lþ. 145.3 fundur 510. mál: #A almannatryggingar# (sérfæði) frv. 100/1996, SvG
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur

[14:57]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Er hv. þm. að segja mér að þetta mál hafi ekki verið tekið fyrir í nefndinni? Það finnst mér mjög sérkennilegt. Hvaða reglur gilda um það hvaða mál eru tekin fyrir í nefndum? Þetta mál hefur legið fyrir í marga mánuði. Það er mjög sérkennilegt ef þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir og ég endurtek það að ég áskil mér rétt til að flytja við 3. umr. breytingartillögu um þetta litla mál. Ég er sannfærður um að meiri hluti þingheims þó að menn skiptist yfirleitt í stjórn og stjórnarandstöðu, mun samþykkja þetta litla leiðréttingarmál á tryggingalögunum.