Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:59:13 (6490)

1996-05-23 10:59:13# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:59]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Þessi grein sem hér um ræðir er ein þeirra sem hvað mestum breytingum hafa tekið og er reyndar ný grein í frv. Hún er sett án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Í framkvæmd geta ákvæði greinarinnar lagt niður verkalýðsfélög í minni byggðarlögum og veikt stéttarfélögin í núverandi mynd í stærri byggðarlögum. Ég styð ekki slíkar aðgerðir og greiði því ekki atkvæði.