Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:02:16 (6492)

1996-05-23 11:02:16# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:02]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér eru á ferðinni mikil ágreiningsefni. Það voru hugmyndir um að líkja eftir dönskum lögum almennt hvað varðar efnisatriði. Danir eru núna að hverfa til þess að einfaldur meiri hluti greiddra atkvæða ráði miðað við ákveðið lágmark greiddra atkvæða. Lagagreinin gerir ráð fyrir stefnu í þveröfuga átt. Um þessi atriði, þ.e. atkvæðagreiðslur, verður að ríkja sátt milli aðila vinnumarkaðarins. Ég greiði ekki atkvæði um þessa grein.