Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:37:31 (6512)

1996-05-23 11:37:31# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:37]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á hve skýr skilaboð birtast í atkvæðaskýringum þingmanna í dag. Þær hafa leitt afdráttarlaust í ljós að ríkisstjórnin er á rangri braut með að setja lög með valdbeitingu um málefni sem eflaust hefði í mörgum tilfellum náðst samkomulag um með samvinnu og með virðingu fyrir launþegum þessa lands. Í samræmi við þann vilja okkar að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar og að frv. fari út af borðum þingmanna leggst ég gegn því að frv. fari til 3. umr. Ég skora á ríkisstjórnina að láta staðar numið og segi nei.