Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 17:26:06 (6574)

1996-05-24 17:26:06# 120. lþ. 148.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[17:26]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að vekja athygli á því þó að það hjómi kannski hrokafullt en það er Alþingi sem setur lögin. Jafnvel þó að þetta mál yrði samþykkt og þó að eitthvert frv. yrði samið um stöðu kirkjunnar og embætti presta og störf þeirra verður það náttúrlega ekki að lögum fyrr en Alþingi samþykkir það frv. Það liggur ekkert fyrir að það gerist í haust þannig að það er einfaldasti hlutur í heimi að taka presta og prófasta út úr þessum texta og koma þar með í veg fyrir að menn geti kannski verið að störfum í kirkjunni á næstu árum á tvenns konar forsendum. Af hverju í ósköpunum lætur hv. þm. hafa sig í það að breyta þessu svona? Ég skora á hann að skoða hug sinn aðeins betur. Ég held að hann þurfi ekki að sætta sig við þá meðferð sem mér sýnist að verið sé að beita hann í þessu máli. Hann á miklu betra skilið en það.