Skipulag miðhálendis Íslands

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 14:54:10 (6620)

1996-05-28 14:54:10# 120. lþ. 149.7 fundur 532. mál: #A skipulag miðhálendis Íslands# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi KF (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[14:54]

Fyrirspyrjandi (Katrín Fjeldsted):

Herra forseti. Ég vil bera fyrirspurn til hæstv. umhvrh. um vinnu að skipulagi miðhálendis Íslands. Fyrirspurnin er svohljóðandi, en hún er í þremur liðum:

1. Hvernig var staðið að vali á þeim sem vinna að skipulagi miðhálendis Íslands?

2. Telur ráðherra eðlilegt að aðeins sum byggðarlög landsins eigi aðild að skipulagi miðhálendisins?

3. Mun ráðherra beita sér fyrir breytingu á bráðabirgðaákvæði í skipulagslögum þannig að fulltrúar frá Reykjavík, Reykjanesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum komi einnig að þessari skipulagsvinnu?``