Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:03:12 (6789)

1996-05-29 17:03:12# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, RA (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:03]

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Víðs vegar um land eru heimavistir við framhaldsskóla sem ríkið hefur greitt að fullu en á þremur eða fjórum stöðum á landinu er enn eftir að byggja heimavistarhúsnæði. Nú er ætlunin að þau sveitarfélög, sem eiga eftir að koma sér upp heimavistarhúsnæði, eigi að greiða 40% kostnaðar þegar í marga áratugi hefur verið greiddur allur kostnaður við uppbyggingu þessara heimavista á öðrum stöðum. Þetta er auðvitað hið argasta óréttlæti og mismunun sem ekki á nokkurn rétt á sér. Þess vegna er tillaga flutt um það að ríkissjóður greiði áframhaldandi uppbyggingu heimavista að fullu eins og verið hefur. Ég segi því já.