Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 15:51:29 (6911)

1996-05-31 15:51:29# 120. lþ. 157.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[15:51]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Hér er um verulega endurbót á gildandi lögum að ræða. Vinnustaðarsamningar fá stoð í lögum, viðræðuáætlun verður gerð í tíma, almennir vinnuveitendur og almennir launamenn fá lögbundinn rétt til að taka þátt í meginákvörðunum og auknar skyldur eru lagðar á ríkissáttasemjara áður en hann leggur fram miðlunartillögu. Ég vænti þess þegar frá líður að menn sjái að þetta er þörf og farsæl löggjöf og til hagsbóta bæði fyrir launamenn og atvinnulífið og þar með þjóðfélagið allt. Ég segi já.