Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 17:46:42 (6946)

1996-05-31 17:46:42# 120. lþ. 157.10 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, 436. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úreldingarstyrkur til krókabáta) frv. 109/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[17:46]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög brýnt að menn geri sér grein fyrir því að þeir sem hafa orðið fyrir mestri skerðingu eru að sjálfsögðu skip sem áttu eingöngu kvóta í þorski. Þorskurinn var skorinn niður. Ef það var eingöngu kvóti í þorski urðu þau fyrir mjög miklum áföllum. Þannig var það með smábátana undir 10 tonnum en þau skip, sem voru yfir 10 tonn sem áttu eingöngu þorsk, hafa einnig farið mjög illa út úr skerðingunni á síðustu árum þannig að eitthvað handsmíðað réttlæti um það hvernig ætti að skipta þessu mundi aldrei ganga upp. Þeir munu aldrei ná vopnum sínum fyrr en við erum komin í eðlilegar þorskveiðar sem eru um 350.000 tonn miðað við reynslu síðustu 70 ára. Því miður.