Gjald af áfengi

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 21:40:33 (6969)

1996-05-31 21:40:33# 120. lþ. 157.8 fundur 269. mál: #A gjald af áfengi# (forvarnasjóður) frv. 85/1996, PHB
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[21:40]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Sá sjóður sem stofnaður var við einkavæðingu á innflutningi áfengisverslunarinnar hefur mjög merkilegt hlutverk. Þeir fjármunir sem í hann renna tvöfaldast frá einu ári til annars. Þeim er ætlað að standa undir forvörnum í áfengismálum. Hér er lagt til að verksvið sjóðsins verði enn fremur útvíkkað þannig að það gildi líka um fíkniefnaneyslu. Þetta er í sjálfu sér mjög rökrétt vegna þess að það er bannað að flytja inn fíkniefni og þar af leiðandi eru engar tekjur af þeim sem renna í ríkissjóð. Ég lít þannig á að áfengi megi í sumum tilfellum líkja við fíkniefni. Þar af leiðandi er mjög skynsamlegt að gjaldið renni jafnframt til varna gegn fíkniefnaneyslu og er eindregið sammála þessari tillögu.