Byggingarlög

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 21:20:26 (7078)

1996-06-03 21:20:26# 120. lþ. 158.24 fundur 536. mál: #A byggingarlög# (raflagnahönnuðir) frv. 92/1996, Frsm. ÓÖH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[21:20]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frv. til laga um breytingu á byggingarlögum. Frv. fjallar um réttindi til hönnunar raflagna. Í frv. er lagt til að bætt verði í byggingarlög ákvæði til bráðabirgða þar sem einstaklingum, sem lokið hafa námi á rafsviði og störfuðu við raflagnahönnun 1. jan. 1996 eða höfðu á þremur sl. árum fengið samþykktar raflagnateikningar, verði veittur réttur á fullu eða takmörkuðu starfsleyfi sem raflagnahönnuðir. Þeir þurfa að sækja um slíkt leyfi til umhvrh. fyrir 1. jan. 1997.

Ég get þess að skömmu fyrir 2. umr. komu fram atriði sem leiða til þess að flutt verður brtt. við frv. milli 2. og 3. umr. af hálfu nefndarinnar. Þar er kveðið skýrar á um tvö atriði í þessu frv.