Græn ferðamennska

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:10:13 (7098)

1996-06-03 22:10:13# 120. lþ. 158.28 fundur 66. mál: #A græn ferðamennska# þál., Frsm. EKG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:10]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1112 um till. til þál. um stefnumótun í ferðamálum með áherslu á græna ferðamennsku frá samgn. Alþingis. Nefndin fékk á sinn fund gesti og jafnframt umsagnir um tillöguna frá ýmsum aðilum.

Tillagan miðar að því að skipuð verði nefnd sem hafi það að markmiði að fella hugmyndir um græna ferðamennsku inn í stefnumótun í ferðamálum hér á landi. Í nýútkominni skýrslu samgönguráðuneytisins um stefnumótun í ferðaþjónustu er sérstaklega fjallað um stefnumótun í sjálfbærri eða grænni ferðamennsku og umhverfisvernd. Þar er lagt til að ferðaþjónusta í anda sjálfbærrar þróunar verði efld þannig að hér verði rekin ferðamennska í sátt við land og þjóð. Jafnframt er lögð áhersla á að Ísland gegni forustuhlutverki á sviði umhverfisverndar. Ljóst er, með hliðsjón af þeirri stefnumörkun sem nú liggur fyrir, að halda þarf áfram vinnu og undirbúningi til þess að sjálfbær ferðaþjónusta verði efld, m.a. í anda tillögu þessarar. Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu. Undir nefndarálitið rita Einar K. Guðfinnsson, Magnús Stefánsson, Kristján Pálsson, Stefán Guðmundsson, Egill Jónsson, Árni Johnsen, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Ragnar Arnalds og Gísli S. Einarsson.