Frumvarp um heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 10:04:23 (7145)

1996-06-04 10:04:23# 120. lþ. 160.93 fundur 340#B frumvarp um heilbrigðisþjónustu# (aths. um störf þingsins), GÁS (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[10:04]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs um störf þingsins vegna 13. máls á dagskrá þessa fundar, heilbrigðisþjónusta, stjfrv., þskj. 974. Þar er um að ræða 1. umræðu mál rúmum sólarhringi áður en ráð er fyrir því gert að þingi ljúki. Hér er um að ræða mál hæstv. heilbrrh. sem dreift var í þinginu um miðjan maímánuð, mál sem ef áhugi hefði verið á hefði verið unnt að koma inn í þingið löngu, löngu fyrr og veita eðlilega umfjöllun. Ég hlýt því að mótmæla því mjög harðlega að menn skuli nýta tímann á síðustu klukkutímum þessa þings eins og hér er ráð fyrir gert og geng út frá því að það sé ekki ætlun stjórnarmeirihlutans og þá með liðsinni hæstv. forseta að keyra þetta mál í gegn á sólarhringi, þær þrjár umræður sem um ræðir. Það eru vinnubrögð sem eru hreint ekki sæmandi. Núna á síðustu dögum hefur tekist allgóð sátt um þinghaldið og mér finnst þessi framsetning mála núna vera sú að menn séu að rjúfa þann frið sem um þau mál hefur þrátt fyrir allt tekist í lok þessa þinghalds.