Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 18:23:15 (7240)

1996-06-04 18:23:15# 120. lþ. 160.13 fundur 524. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (svæðisráð sjúkrahúsa) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[18:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel það fyllilega ljóst hvar ráðum er ráðið. En hv. þm. spyr hvort ég óttist ekki ágreining. Ég efast ekki um ágreining. Að sjálfsögðu verður ágreiningur um þetta mál. Það verður einfaldlega ekki hjá því komist. Við erum hér að tala um starfsmenn, sennilega 5.000 manns. Þeir verða aldrei á einu máli um það hvernig á að stýra þessum hlutum.

Varðandi það að sjúkrahússtjórnirnar eigi að koma að þessu frv. tel ég alveg einsýnt að þeir gefi umsögn um þetta mál og þeir verði kallaðir til hv. heilbr.- og trn. og gefi að sjálfsögðu umsögn um frv. eins og það liggur fyrir.