Heilbrigðisþjónusta

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 19:08:29 (7246)

1996-06-04 19:08:29# 120. lþ. 160.13 fundur 524. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (svæðisráð sjúkrahúsa) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[19:08]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir mjög skemmtilega ræðu. Sérstaklega fyrir það mikla hugmyndaflug sem kom fram í máli hans. Ég sé að ef hann hefði rétt fyrir sér þá væri þetta frv. sem hér er til umfjöllunar lykillinn að alræði miðað við ræðu hans. En ég veit að hann er að glettast. En vegna þess að hann taldi upp allar þessar 22 tillögur, sem eru í skýrslunni, vil ég minna hann á það og ég veit að hann veit það að lykillinn að framkvæmd þessara tillagna er þetta frv. vegna þess að þetta er meira og minna samvinna milli sjúkrahúsa sem eru sjálfstæðar einingar út af fyrir sig. Ég fagna því sérstaklega að hann gerði engar sérstakar athugasemdir við þessar tillögur og þótti þær góðar þannig að það veit á gott.