Mannanöfn

Þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 14:15:27 (536)

1995-10-31 14:15:27# 120. lþ. 22.2 fundur 73. mál: #A mannanöfn# (heildarlög) frv., GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur


[14:15]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. dómsmrh. beindi þeim orðum til mín að menn yrðu að skoða málið í heild og sætta sig við takmarkanir. Það er nákvæmlega það sem ég var að reyna að segja í minni ræðu áðan, með skýrum hætti, að ég hélt, að ég sætti mig ekki við þær takmarkanir að gamalgróin, falleg íslensk nöfn skuli bönnuð, en á sama tíma skuli tekin hér upp og leyfð alls konar orðskrípi og ónefni sem íslensk nöfn.