Úrræði gagnvart síbrotamönnum

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 14:31:45 (585)

1995-11-01 14:31:45# 120. lþ. 23.5 fundur 53. mál: #A úrræði gagnvart síbrotamönnum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[14:31]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það er ugglaust alveg rétt hjá hv. 5. þm. Suðurl. að í mörgum tilvikum hagar svo til að um er að ræða fíkniefnaneytendur sem erfitt er að koma til betri hátta eftir dvöl í fangelsi og vissulega má færa að því rök að það skorti úrræði til þess að leiða þessa ógæfumenn inn á betri vegu eftir að þeir hafa tekið út sína refsingu. En það breytir hins vegar ekki því að það er full þörf á að bæta skilvirkni í löggæslu og hvað varðar ákæruvald í þeim tilvikum sérstaklega þar sem um er að ræða vana afbrotamenn þannig að það sé unnt að koma fram viðurlögum sem skjótast eftir að brot hefur verið framið. Þær skipulagsbreytingar sem verið er að vinna að, m.a. á skipulagi lögreglunnar, miða að því að gera þá starfsemi skilvirkari og fljótvirkari.