Hvalveiðar

Miðvikudaginn 01. nóvember 1995, kl. 15:03:13 (598)

1995-11-01 15:03:13# 120. lþ. 23.8 fundur 22. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur


[15:03]

Guðmundur Hallvarðsson:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir það að hafa komið með þessa fyrirspurn því að þetta eru orð í tíma töluð. Ég tek undir það sem síðasti ræðumaður sagði, að það væri fagnaðarefni að sjútvrh. flytti þáltill. varðandi þetta mál. Svo mjög höfum við orðið vör við það að hvölum fjölgar óðfluga við Íslandsstrendur og fram hefur komið hjá vísindamönnum hve mjög þeir taka til sín af þeim afla sem við erum að veiða hér líka. En ég vildi leggja áherslu á það að það væri óskandi að okkur tækist að ná breiðri samstöðu hér á hinu háa Alþingi um þá þáltill. sem væntanleg yrði í þá veru að við gætum hafið hvalveiðar á sumri komanda.