Stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 15:28:43 (664)

1995-11-02 15:28:43# 120. lþ. 25.3 fundur 61. mál: #A stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[15:28]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mig langar aðeins að gera athugasemd varðandi þessa hugtakaumræðu. Hvort sem um er að ræða íþróttaiðkun eða keppnisíþróttir þá hvetur þátttaka kvenna í íþróttum einnig til líkamsræktar. Þetta er því allt samtengt og við erum í raun að tala um líkamsrækt og íþróttaiðkun í heild. Það er mjög mikilvægt að það komi hérna fram. Varðandi afskipti hins opinbera af rekstri Ríkisútvarpsins og umfjöllun þar, þá eru jafnréttissjónarmið ekki í heiðri höfð þar varðandi íþróttaumfjöllun. Við erum hér með jafnréttislög og viðgangist slíkt þarf auðvitað að taka í taumana. Þess vegna var ég að tala hér áðan um jákvæða mismunun, kannski tímabundna, þar til hlutur kvenna hefur verið réttur í umfjöllunum í íþróttaþáttum fjölmiðla.