Rannsóknarlögregla ríkisins

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:11:01 (702)

1995-11-06 15:11:01# 120. lþ. 27.1 fundur 61#B Rannsóknarlögregla ríkisins# (óundirbúin fsp.), VÁ
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:11]

Vilhjálmur Ingi Árnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir svör hans. En það hefur komið í ljós eins og ég sagði að nú á dögum telja menn ekki þýða að beina málum til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna þess að hún getur ekki sinnt þeim. Það hefur þýtt að upp koma hin og þessi gjaldþrotamál sem bæri að rannsaka en er ekki gert. Þó þetta mál sé í skoðun þá er það ekki nóg því öruggt er að allir þeir fjármunir sem til Rannsóknarlögreglunnar yrðu lagðir mundu skila sér aftur til ríkisins.