Tjón á dreifingarkerfi rafmagnsveitnanna

Mánudaginn 06. nóvember 1995, kl. 15:15:02 (706)

1995-11-06 15:15:02# 120. lþ. 27.1 fundur 62#B tjón á dreifingarkerfi rafmagnsveitnanna# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur


[15:15]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Það var spurt um hvort það væru undirbúnar fyrirspurnir sem væru á dagskrá. Ég gerði mér það erindi að eiga orðastað við hæstv. ráðherra út af þessum málum vegna þess að mér er heldur verr við að fá menn mikið upp á móti mér út af óundirbúnum fyrirspurnum eins og raun hefur orðið á. En það er alls ekki í þessu tilviki. Ég vil þakka hæstv. ráðherra ágæt svör svo langt sem þau náðu, en ég held að það væri rétt að menn athuguðu mjög vel samræmið á milli aðgerða og þeirra tjóna sem orðið hafa. Mér er kunnugt um að þau eru gífurleg og þeir fjármunir, hæstv. forseti, sem settir eru í þetta til úrbóta eru innan við 25% af þeim tjónum sem orðið hafa.