Græn ferðamennska

Fimmtudaginn 09. nóvember 1995, kl. 11:41:05 (829)

1995-11-09 11:41:05# 120. lþ. 32.1 fundur 66. mál: #A græn ferðamennska# þál. 66, GHelg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur


[11:41]

Guðrún Helgadóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðeins til að leiðrétta. Ég harma það ef hæstv. ráðherra og hv. þm. hafa tekið orð mín svo að ég sé þeirrar skoðunar að saga þjóðarinnar skipti engu máli. Það er auðvitað fjarri því og vissulega þurfa að liggja fyrir upplýsingar fyrir ferðamenn um þá sögu alla. Það sem ég átti kannski frekar við er að mér finnst sú saga stundum dálítið afskræmd þegar verið er að leggja áherslu á hana þegar ferðamenn eiga í hlut og alls konar kjánagangur hafður í frammi sem ég er afar lítið hrifin af. Það var frekast það sem ég ætlaði að segja en tókst ekki að gera það skiljanlegt. Vitaskuld er saga okkar og menning ástæðan fyrir því að við erum hér og það leiðir af sjálfu að sú saga skiptir öllu máli þannig að ég vil endilega að þetta sé öllum ljóst.