Veiðileyfagjald

Föstudaginn 17. nóvember 1995, kl. 12:20:00 (980)

1995-11-17 12:20:00# 120. lþ. 34.9 fundur 30. mál: #A veiðileyfagjald# þál., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur


[12:20]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Það dugar lítt fyrir hæstv. sjútvrh. að leita á náðir hæstv. fjmrh. sem er ekki sammála honum í málinu. Og við vorum ekki að ræða um skattlagningu á söluhagnað. Það sem hæstv. sjútvrh., sem er enginn talsmaður markaðskerfis, hvorki í sjávarútvegi, landbúnaði né yfirleitt öðrum málum, er að segja er þetta: Hann er að verja að hann skuli taka af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fémæti, úthluta þeim ókeypis til tiltekins hóps manna. Það er með öðrum orðum verið að úthluta styrkjum til einstaklinga í skjóli ríkisvaldsins. Þar kemur hann fram í sínu rétta eðli sem talsmaður skömmtunarkerfis en ekki markaðskerfis.