Veiting ríkisborgararéttar

Þriðjudaginn 21. nóvember 1995, kl. 15:59:03 (1145)

1995-11-21 15:59:03# 120. lþ. 38.3 fundur 155. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (fyrra stjfrv.) frv., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur


[15:59]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Á þskj. 185 liggur fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 45 nafngreindum einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Svo sem venja er til um eru tillögur þessar byggðar á þeim starfsreglum sem allshn. Alþingis hefur sett og háðar því skilyrði sem gildandi mannanafnalög setja áður en þær koma til framkvæmda. Venju samkvæmt er einnig gert ráð fyrir því að á vorþingi verði að nýju gerðar tillögur um þau erindi sem þá liggja fyrir og umsóknir sem liggja fyrir um íslenskan ríkisborgararétt. Ég legg til að málinu verði að lokinni umræðunni vísað til 2. umr. og hv. allshn.