Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Fimmtudaginn 23. nóvember 1995, kl. 19:17:03 (1281)

1995-11-23 19:17:03# 120. lþ. 40.7 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur


[19:17]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ljóst að okkur hæstv. ráðherra greinir á um hvað séu eðlileg mörk í sambandi við kröfur til umhverfisverndar og loftmengunar sem hér er aðallega til umræðu. Af hálfu hæstv. ráðherra kom ekki fram nein frekari réttlæting á því er varðaði koltvísýringinn og hvernig á málum er haldið að því leyti og hversu haltur rökstuðningurinn var hjá hæstv. ráðherra að því leyti.

Ég tel, virðulegur forseti, að þessi umræða hafi verið gagnleg til að upplýsa frekar en orðið er stöðuna í þessum málum. En það er alveg ljóst að því er varðar umhverfisþáttinn að við erum ekki komnir á endastöð.