Framleiðsla og sala á búvörum

Þriðjudaginn 05. desember 1995, kl. 14:44:31 (1600)

1995-12-05 14:44:31# 120. lþ. 53.3 fundur 96. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (sauðfjárframleiðsla) frv., Frsm. meiri hluta GÁ
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur


[14:44]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka þær umræður sem hafa orðið bæði um búvörusamninginn og frv. og landbúnaðinn í heild. Það kom fram við 2. umr. hjá ýmsum hv. alþm. að 7. gr. þyrfti að orða skýrar. Núna á milli umræðna kom landbn. saman og ég leyfi mér að mæla fyrir brtt. sem kemur frá meiri hluta landbn., svohljóðandi:

,,Við 7. gr. Síðari málsliður 2. efnismgr. verði svohljóðandi: Gjaldið endurgreiðist fyrir unnið kjöt og hráefni til þeirrar framleiðslu, en fyrir kindakjöt, sem flutt er úr landi óunnið, í heilum skrokkum eða niðurhlutuðum, skal því varið til að jafna eftir föngum skilaverð, þó þannig að tekið sé mið af gæða- og vöruflokkum, svo og árstíma.``

Það mátti í texta fyrri brtt. skilja það svo að 30 kr. gjaldið af unnum vörum mætti nýta til að verðjafna óunnar kjötvörur. Hugsunin var ekki sú, heldur hin er skýrt stendur í þessari brtt. sem ég hef nú mælt fyrir, hæstv. forseti.