Málefni samkynhneigðra

Miðvikudaginn 06. desember 1995, kl. 14:23:05 (1638)

1995-12-06 14:23:05# 120. lþ. 54.4 fundur 196. mál: #A málefni samkynhneigðra# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur


[14:23]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Ísland á að hafa forustu á öllum sviðum mannréttindamála, ekki aðeins öðrum til fordæmis heldur fyrst og fremst sjálfra okkar vegna. Réttindabarátta samkynhneigðra sem nefna sig homma og lesbíur er mannréttindabarátta og Alþingi Íslendinga á að hafa forustu og sýna gott fordæmi á þessu sviði.

Mig langar að spyrja hæstv. dómsmrh. hvort og hversu mikið réttindamál og lög homma og lesbía í Noregi hafa verið höfð til hliðsjónar við smíði þessa fumvarps og hvort réttindi þeirra verði tryggð með sama hætti og gert er í Noregi þegar frumvarpið verður að lögum.

Í öðru lagi langar mig til að spyrja: Verður frv. afgreitt á þessu þingi ef verkáætlun gengur fram? Og sérstaklega langar mig til að spyrja um hversu langt frumvarpið nær hvað erfðir snertir. (Gripið fram í: Það munum við ræða á þingi.)