Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 15:59:54 (1752)

1995-12-08 15:59:54# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[15:59]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé ekki mikill munur á skoðunum mínum og hv. þm., sem hér talaði, að þessu leyti. Ég fagna því að fá stuðningsyfirlýsingu við að ná fram sparnaðarmarkmiðum á öðrum sviðum og ekki síst eins og þeim sem við höfum verið að reyna að koma fram í yfirstjórn kerfisins sjálfs og vonandi eigum við eftir að sjá meiri árangur á því sviði. Ég hef sannarlega saknað þess að hafa ekki fengið nægan stuðning við það á undanförnum árum en vonandi verður þar bót á.