Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Föstudaginn 08. desember 1995, kl. 19:53:41 (1816)

1995-12-08 19:53:41# 120. lþ. 58.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur


[19:53]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að það er dálítið sérkennilegt að hæstv. heilbrrh. var kominn hér í ræðustólinn núna og hefði gjarnan viljað svara spurningum mínum. Hún áttaði sig þá á því að hún var búin að eyða of miklum tíma í andsvör og gat ekki svarað einu sinni enn undir liðnum andsvör en gat fengið orðið. Ég vil því spyrja hæstv. heilbrrh. hvort það er ekki hugsanlegt að svara þeirri einföldu spurningu sem ég bar fram áðan með já-i eða nei-i. Er meiri hluti í heilbr.- og trn. fyrir því að breyta lagalegri undirstöðu þessarar bílareglugerðar eða ekki? Já eða nei, hæstv. ráðherra. Ég skora á ráðherrann að svara þessari spurningu.