Skattskylda innlánsstofnana

Þriðjudaginn 12. desember 1995, kl. 17:25:59 (1863)

1995-12-12 17:25:59# 120. lþ. 61.3 fundur 135. mál: #A skattskylda innlánsstofnana# (Iðnþróunarsjóður) frv., Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur


[17:25]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 48/1992, um breyting á lögum nr. 65/1992, um skattskyldu innlánsstofnana, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið. Það snýst um að hnika til ákvæðum um það hvenær skattlagning hefjist á Iðnþróunarsjóði. Nefndin hefur sent þetta frv. til umsagnar hjá hefðbundnum umsagnaraðilum, fengið umsagnir frá Iðnþróunarsjóði, Verslunarráði Íslands og Sambandi ísl. viðskiptabanka og fengið á sinn fund fulltrúa fjmrn.

Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.