Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 13. desember 1995, kl. 16:44:39 (1895)

1995-12-13 16:44:39# 120. lþ. 64.8 fundur 217. mál: #A háskóli Íslands# (skrásetningargjald) frv., 218. mál: #A háskólinn á Akureyri# (skrásetningargjald) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur


[16:44]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin varðandi viðmiðin um það hvernig gjaldið er ákvarðað. En ég verð að segja og taka undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að mér finnst þetta dálítið óljóst, að taka gamla gjaldið og nota það sem viðmið, og finnst þar af leiðandi mörkin á milli skólagjalda og skráningargjalda ekki nógu skýr. Þess vegna vil ég spyrja hæstv. menntmrh. haða merkingu hann. leggur í þau ákvæði lagatextans og það sem kemur fram í greinargerðinni að upphæð gjaldsins muni síðan koma til árlegrar endurskoðunar við setningu fjárlaga ár hvert, þ.e. er það hans ásetningur að miða þá aðeins við vísitölubreytingar eins og hann gaf til kynna í fyrri ræðu sinni eða er hann að opna á það að þessi upphæð geti farið upp úr öllu valdi?