Fjárlög 1996

Föstudaginn 15. desember 1995, kl. 10:51:20 (1966)

1995-12-15 10:51:20# 120. lþ. 66.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur


[10:51]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Ég þakka hv. þm. fyrir hans svör. Ég veit náttúrlega eins og fleiri hér inni að þingmaðurinn sem hér stendur er sprottinn úr góðum jarðvegi og hefur komið víða við. (Gripið fram í: Er þetta ættarmót eða hvað?) (Gripið fram í: Þjóðarframsóknaflokksins?) Ég átti nú við Framboðsflokkinn í þessu tilliti. (Gripið fram í: Þú varst líka í Framsóknarflokknum lengi.) Var þar líka lengi, já. En þetta er spurning um forgangsröðun. Hv. þm. spyr hvernig eigi að auka tekjur ríkissjóðs. Ég vil benda á þrennt. Það er aukið og hert skatteftirlit, veiðileyfagjald og fjármagnstekjuskattur. Aftur á móti var ég að tala um forgangsröðun. Og ég var að tala um forgangsröðun milli málaflokka en ekki innan þeirra. Ég benti hv. þm. á það sem fulltrúa í fjárln.