Viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík

Laugardaginn 16. desember 1995, kl. 12:50:58 (2057)

1995-12-16 12:50:58# 120. lþ. 68.1 fundur 171. mál: #A viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík# frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur


[12:50]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki vera að skattyrðast við hv. þm. Ólaf Örn Haraldsson um þetta mál að öðru leyti en því að endurtaka það að ég tel að þessi vinnubrögð séu ófullnægjandi. Ég tel að það hefði þurft lengri tíma í málið og það var að frumkvæði stjórnarandstöðunnar í iðnn. að málið var sent til umhvn. Það var á það fallist af formanni iðnn. að senda þetta til umhvn. En það hefði þurft að gefast lengri tími í málið. Og ég segi það alveg eins og er, hæstv. forseti, hvað svo sem hv. formaður umhvn. segir, að þetta var of stuttur tími og vinnubrögð af þessu tagi mega aldrei verða fordæmi í störfum umhvn.